UM KAMBA
STERKARI SAMAN
Kambar eru ein sterk heild, sameinuð úr fjórum rótgrónum íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Í sameiningu myndum við einn stærsta framleiðanda landsins á gluggum, hurðum, gleri og svalahandriðum fyrir íslenskar aðstæður
Við búum yfir framúrskarandi íslensku hugviti og höfum áratugalanga reynslu af því að framleiða gæðavörur sem standast kröfuharðar íslenskar aðstæður. Sú þekking og handverk má ekki tapast úr íslenskum iðnaði
Kambar leggja alla áherslu á að halda þessari ómetanlegu íslensku sérfræðiþekkingu innan landsteinanna. Þannig sköpum við störf, höldum virðisaukningunni innanlands og tryggjum að við getum áfram brugðist hratt við og átt í mjög góðu samtali við viðskiptavininn. Því á endanum snýst þetta allt um hann. Viðskiptavinurinn á skilið að geta valið íslenskar gæðavörur sem framleiddar eru með íslenskar aðstæður í huga
BÖRKUR TRÉSMIÐJA
Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða í hæsta gæðaflokki
Á undanförnum árum hefur Börkur sótt í sig veðrið sem framleiðslufyrirtæki og framleiðslugetan vaxið jafnt og þétt, samhliða öflugri vöruþróun innan fyrirtækisins
Börkur leggur metnað sinn og atorku í að búa til vandaðar vörur sem eru fyrsti valkostur við íslenskar aðstæður
GLUGGASMIÐJAN SELFOSS
Gluggasmiðjan Selfoss var stofnuð árið 1960 og á sér ríka sögu þekkingar og nýsköpunar
Fyrirtækið hefur alla tíð þjónustað íslenskan byggingariðnað með hágæðaframleiðslu og þar voru þróaðar gluggalausnir fyrir séríslenskar aðstæður í uppsteyptum húsum
SAMVERK GLERVERKSMIÐJA
Glerverksmiðjan Samverk var stofnuð árið 1969 af 8 heimamönnum í Rangárþingi til að framleiða einangrunargler. Samverk er elsta starfandi glerverksmiðja landsins og býr að áratugalangri reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur glerframleiðslu
Samverk sérframleiðir gler fyrir sína viðskiptavini og það sem einkennir þjónustu fyrirtækisins er að það annast allt ferlið. Samverk mælir fyrir glerinu, framleiðir það og setur upp glerið fyrir þig
SVEINATUNGA SVALAHANDRIÐ
Sveinatunga var stofnuð árið 1982
Undanfarin ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í annars vegar hönnun og smíði svalahandriða og glerkápa á svalaganga hins vegar, úr sérframleiddum álprófílum og gleri
Fyrirtækið er leiðandi í hönnun, smíði og uppsetningu á sínu sviði og hefur meðal annars hannað og teiknað sína eigin prófíla úr áli, sérstaklega til nota við íslenskar aðstæður