AFHENDING

Kambar annast heimkeyrslu á gleri á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi á eigin flutningabílum eða á vöruflutningamiðstöðvar eftir samkomulagi


Hringt er í viðkomandi með fyrirvara til að athuga hvort hægt sé að taka á móti glerinu ákveðinn dag


Þægileg og örugg þjónusta, glerið er alltaf afhent heilt af okkar eigin flutningabílum og þarf ekki að tryggja það sérstaklega


Ef glerið er flutt pakkað og sett á vöruflutningamiðstöðvar er viðskiptavinum bent á að tryggja glerið í flutningi frá vöruflutningamiðstöðinni og á áfangastað, við getum aðstoðað við það


Hafið samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar