HLJÓÐVARNARGLER

TAKMÖRKUN Á HLJÓÐI AÐ UTAN

Hljóðvarnargler er hljóðeinangrandi gler sem dregur úr hljóði í nærumhverfi og hentar vel í húsnæði nálægt umferðargötum eða öðrum hávaðasömum stöðum

TAKMÖRKUN Á HLJÓÐI AÐ INNAN

Hljóðvarnargler hentar einnig vel innandyra þar sem að fólk vill halda birtu og opnu flæði en jafnframt takmarka hávaða innan rýmis

ÝMSAR ÚTFÆRSLUR

Í boði eru ýmsar útfærslur af hljóðvarnargleri og leiðbeiningar varðandi val eftir umhverfi, aðstæðum og þörfum

Grunntegundin er einfalt hljóðvarnargler sem samanstendur af tveimur glerskífum með filmu á milli en gæði hljóðeinangrunarinnar má bæta með einu eða fleirum af eftirtöldum atriðum:

  • Auka loftbilið milli glerskífanna
  • Nota misþykkt gler
  • Nota samlímt hljóðvarnargler með hljóðvarnarfilmu
  • Nota réttar þéttingar og tvöfalda þéttilista í gluggum

Nánari upplýsingar


Hafið samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar

Fá tilboð