KAMBAR GLUGGI ÁL-TRÉ

Gluggarnir frá okkur eru smíðaðir fyrir íslenskar aðstæður. Við framleiðslu á íslensku gluggakerfunum okkar sameinum við nýjustu og fullkomnustu tækni sem völ er á og áratuga verkkunnáttu fagmanna

GLUGGAR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Gluggar frá okkur hafa margra ára reynslu af íslenskri veðráttu og eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Trésmiðjan Börkur hefur verið leiðandi í framleiðslu á íslenskum gluggum og hurðum í rúmlega 30 ár

Trégluggarnir okkar eru smíðaðir úr hágæða sænskri furu og hafa reynst endingargóðir við íslenskar aðstæður, með réttri umhirðu og viðhaldi

SÉRSMÍÐI FYRIR ÞÍNAR ÞARFIR

Hjá okkur sérsmíðum við alla glugga eftir máli og þannig eru gluggarnir sniðnir að þínum þörfum. Við lögum okkur að þínum óskum og reynum að koma til móts við þær eins og kostur er

Fagmennirnir treysta okkur. Í framleiðslu trésmiðjunnar okkar tryggjum við hámarksgæði og vottanir. Þannig höfum við alltaf unnið og endingargóð gæðavara er ástæða þess að viðskiptavinir eru ánægðir með gluggana og koma til okkar þegar kemur að næsta verkefni

NÝBYGGINGAR OG VIÐHALD

Ertu að byggja eða er kominn tími á viðhald? Hvort sem þú stendur í nýbyggingum eða viðhaldi gamalla húsa getur þú treyst því að við smíðum glugga sem henta verkefninu

Ál-trégluggar eru þannig samsettir að gluggi er smíðaður úr tré og síðan er ál sett á hann sem ytra byrði

Álið sem kemur utan á timburgluggann er duftlakkað, pólýhúðað , sem gerir það nær viðhaldsfrítt