SVALAGANGAR
LOKUNARKERFI
Lokunarkerfið frá Kömbum er hannað, smíðað og uppsett af starfsmönnum okkar.
Allt efni í burðarvirki kerfanna er framleitt samkvæmt ítrustu kröfum okkar um fallegt útlit, gæði hráefnis, styrk og endingu
GLER OG LITUR
Allt gler er 10mm glært samlímt 55.1 glært öryggisgler skv. 1B1.
Allt efni burðarvirkisins er litað í hvaða RAL lit sem er
FALLVÖRN
Á milli álpósta er komið fyrir fallvörnum milli svalagólfs og glerkápu sé hún staðsett utan á burðarvirkinu samkvæmt ákvæðum 6.4 kafla byggingarreglugerðar 112/2012
KRÖFUR OG PRÓFANIR
Lokunarkerfið frá Kömbum hefur verið burðar- og álagsreiknað til að standast ítrustu kröfur 8.2 kafla íslenskrar byggingareglugerðar nr. 112/2012 um burðarvirki og formbreytingar. Einnig stenst kerfið allar kröfur um reyklosun samkvæmt ákvæðum 9.6 kafla byggingarreglugerðar
Kröfur okkar um efnisgæði eru að flotstyrkur (0,2% PS) skuli að lágmarki vera 190 N/mm2 skv. staðli EN 755-2.
Í okkar hönnunarforsendum er miðað við að kröfur um grunngildi vindálags sé allt að 2,0 kN/m2 og að kerfið standist þá hönnunargildi vindálags +/- 3,3 kN/m2 (bæði í sogi og þrýstingi) miðað við okkar hönnun og uppsetningaraðferðir á festingum, burðarvirki og gleri. Heildarálag á hverja festingu þarf að standast tog að lágmarki 9,7 kN
Nánari upplýsingar
- Hafið samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar