SKILMÁLAR
Samskipti
Öll helstu samskipti um tilboð, pantanir og aðrar upplýsingar milli Kamba Byggingavara ehf.og viðskiptavina skulu vera skrifleg, í tölvupósti eða faxi. Upplýsingar milli aðila gefnar í gegnum síma, og kostnaður vegna mistaka sem af því hlýst, er alltaf alfarið á ábyrgð viðkomandi viðskiptavinar
Kambar Byggingavörur ehf. ber ekki ábyrgð á vinnubrögðum þriðja aðila, svo sem verktaka/iðnaðarmanna, einstaklinga eða fyrirtækja, jafnvel þó Kambar Byggingavörur ehf. hafi bent á viðkomandi til að annast verkefni
Pöntunarstaðfesting með innáborgun
Eftir að tilboð eða pöntun er gerð sendir Kambar Byggingarvörur ehf. staðfestingu á tölvupósti til viðskiptavinar, sem þarf að lesa yfir upplýsingar á tilboði og/eða pöntun og samþykkja. Ganga frá greiðslu / innáborgun áður en pöntun fer í framleiðslu. Öll verð eru staðgreiðsluverð nema annað sé tekið fram
Við pöntun skal greiða að fullu fyrir vörur að verðmæti undir kr. 250.000. en yfir þeim mörkum skal greiða 50% staðfestingargjald áður en framleiðsla hefst. Eftirstöðvar greiðast við afhendingu vörunnar
Að öðru leiti er vísað í viðskiptasamninga, greiðslufresti og/eða reikningsviðskipti
Reikningsviðskipti
Fylla þarf út umsóknarform um reikningsviðskipti, sjálfsábyrgð, úttektarheimild og greiðsluskilmála. Kambar Byggingavörur ehf. áskilur sér þó ávallt rétt til að fara fram á innborgun / fyrirframgreiðslu ef um stór verkefni er að ræða. Lokað verður fyrirvaralaust á auknar úttektir fram yfir heimildir ef ekki hefur verið um þær samið. Vanskil fram yfir eindaga verða send í lögfræði innheimtu með tilheyrandi kostnaði ásamt því að verða tilkynnt til Credit Info
Greiða skal alltaf samkvæmt útsendum gíróseðlum eða í netbanka ásamt dráttarvöxtum ef komið er fram yfir eindaga; viðskiptavinir í reikningsviðskiptum bera innheimtukostnað/seðilgjöld. Varan er eign Kamba Byggingavara ehf. þangað til að fullnaðargreiðsla hefur borist
Skilmálar
Glermál eru á ábyrgð viðskiptavinar sem ávallt skulu útvega upplýsingar um endanleg rétt glermál, glergerðir, glerþykktir og aðrar tæknilegar útfærslur verkefna, tilbúnum til framleiðslu og hæfum til innsláttar í framleiðslukerfi Kamba Byggingavara ehf
Kambar Byggingavörur ehf. áskilur sér alltaf rétt til gjaldfærslu útseldrar vinnu starfsmanns vegna undirbúnings pantana fyrir framleiðslu og tæknilega útfærslu, svo og fyrir að mæla upp skapalón, glugga og önnur verkefni
Kaupanda er bent á að láta burðarþolshönnuð útfæra og reikna út þykktir glers í hönnunarferli viðkomandi byggingar
Glerverð miðast ávallt við framleiðsluhæfar véltækar glerstærðir
Véltæk almenn framleiðslustærð glers; Lágmarksstærð er (190 x 350 mm) og hámarksstærð er (2000 x 3500 mm). Leita þarf upplýsinga til söluráðgjafa með aðrar glerstærðir og útfærslur
Lágmarks reikningsfærð glerstærð reiknast 0,5 m2/stk
Auka gjald leggst á glerstærðir sem eru utan við véltækar framleiðslustærðir. Á skáskornar rúður leggst 37% álag og á hringlagaform leggst 100% álag
Breytingargjald er tekið fyrir að breyta glermálum pöntunar eftir staðfestingu til framleiðslu
Hraðpöntun; ef óskað er eftir forgangsafgreiðslu umfram áætlaðan afgreiðslutíma hverju sinni í verksmiðju, reiknast 30% álag á viðkomandi pöntun, taka verður strax fram við pöntun ef um forgangs eða hraðpöntun er að ræða
Flutningur, Flutningsrekkar, Afhending, Geymslugjald
Kambar rukka leigugjald fyrir flutningsrekka. Gjaldið er 9.190 kr fyrir fyrstu 10 dagana og byrjar að telja um leið og vara er tilbúin á afhendingarstað. Að þeim tíma liðnum er reikningur sendur í hverri viku að fjárhæð 8.690 kr. Eftir 3ja mánaða vanskil áskilur Kambar sér rétt til að senda reikning fyrir virði rekkans, 200.000 kr. Týnist flutningsrekki eða skemmist er það á ábyrgð viðskiptavinar
Geymslugjald er rukkað ef ekki er tekið flutningsrekka á leigu en vara er í geymslu á starfsstöðvum Kamba. Reikningur fyrir geymslugjaldi að upphæð 6.590 kr. er sendur 5 virka daga eftir að vara er tilbúin til afhendingar á starfstöðvum Kamba og er reikningur fyrir geymslugjaldi sendur vikulega eftir það
Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeim flutningsrekkum sem hann hefur í sinni umsjá og ber að tilkynna strax um tóman flutningsrekka til Kamba í síma 488 9000 eða með tölvupósti á kambar@kambar.is en Kambar sækja flutningsrekka ef samið hefur verið sérstaklega um akstursgjald á sértilgreind svæði. Hægt er að fá upplýsingar hjá sölumönnum um hvert Kambar sækja flutningsrekka. Viðskiptavinir verða annars að skila flutningsrekkum í sama ástandi á starfsstöð Kamba eða til baka á vöruflutningamiðstöð með sannarlegum hætti
Viðskiptavinur ber ávallt ábyrgð á flutningskostnað frá vöruflutningamiðstöðvum, á endanlegan afhendingarstað og aftur til baka nema um annað sé samið sérstaklega
Starfsmenn Kamba afhenda vöru einungis að lagerhurð og ber viðskiptavinur ábyrgð á vöru eftir það. Vörur yfir 70kg eru ekki meðhöndlaðar af bílstjóra eða starfsmanni á lager. Ef pantaður er flutningur á vegum Kamba afhendist vara af bíl. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að aðgengi sé gott fyrir stóran flutningsbíl. Ef aðgengi er ekki gott eða bílstjóri þarf að aðstoða við að koma vöru lengra en af bíl er sendur reikningur fyrir vinnu að upphæð 11.500 kr. að lágmarki og margfaldast þessi upphæð með hverri liðinni klukkustund
Afgreiðslutími
Uppgefinn framleiðslutími / afhendingardagur tilboða og pantana er alltaf áætlaður, er ekki loforð og er háður hráefnis- og verkefnisstöðu hverju sinni. Athugið að undirbúa þarf tímanlega hráefnisöflun fyrir stærri verkefni. Ekki er bættur kostnaður sem hlýst af ef raunverulegur vöruafhendingtími fer fram yfir áætlaðan framleiðslutíma / afhendingardag vörunnar. Ekki er hægt að taka frá pláss í framleiðsluröðinni með ófullgerðum glermálum. Athugið að mæling verkefna og tímafrekur undirbúningur fyrir framleiðslu, akstur og uppsetningu vörunnar er ekki innifalinn í áætluðum framleiðslutíma / afhendingardegi. Ef vara er ekki sótt innan 3 mánaða frá pöntun áskilur Kambar Byggingavörur ehf. sér fullan rétt til að farga vörunni á kostnað kaupanda og jafnframt að innheimta greiðslu fyrir söluvirði vörunnar
Ábyrgðir, framleiðslukröfur, frávik
Framleiðsluvörur Kamba Byggingavara ehf. eru framleiddar samkvæmt eftirfarandi stöðlum: Einangrunargler skv. ÍST EN 1279, hert gler skv. ÍST EN 12150, samlímt gler skv. ÍST EN 12600. Kaupandi ber ábyrgð á glerinu eftir að það hefur verið afgreitt heilt út af flutningabíl Kamba Byggingavara ehf. Kaupanda er bent á að kaupa sér brotatryggingu þar sem glerið er ótryggt í geymslu, ísetningu og í flutningabílum sem ekki eru á vegum Kamba Byggingavara ehf.. Ábyrgð á einföldu gleri, festingum og vinnu er samkvæmt almennum lögum um lausafjárkaup. Ábyrgðartími á límingu einangrunarglers er fimm ár að skilyrðum uppfylltum. Eðlilegt telst að blæbrigðamunur geti verið á útliti glers milli hráefnissendinga, birgja og glerþykkta í sömu tegund. Skilgreining á frávikum og göllum í gleri er samkvæmt staðli ÍST EN 572. Kaupanda er bent á að skoða vöruna og athuga hvort hún uppfyllir kröfur viðkomandi áður en annar kostnaðarsamur undirbúningur verksins fer fram. Komi í ljós einhverjir ágallar eða mistök sem rekja má til Kamba Byggingavara ehf. skal tilkynna það innan 3 daga frá afhendingardegi annars er athugasemdin ekki tekin gild. Sé glerið sannanlega gallað framleiðir Kambar Byggingavörur ehf. nýtt gler í staðinn, ekki er bættur kostnaður vegna umskipta glers né tækjakostnaður eða annar kostnaður. Ferli kvartana viðskiptavina skal alltaf vera í samræmi við söluferlið, það er síðasti söluaðili vörunnar skal annast umkvörtunarefni viðskiptavinarins að fullu. Ekki er leyfilegt að stofna til útgjalda á kostnað Kamba Byggingavara ehf
Varðandi gler í glerhandrið, gólfsíða glugga og svalaganga:
- Þar sem hert einfalt gler uppfyllir ekki kröfur um fallvarnir sem gerðar eru til glerhandriða, gólfsíðra glugga og svalaganga, þá Þarf kaupandi/húseigandi að gera viðbótar ráðstafanir til að krafa um fallvörn náist.
Uppsetning glerverkefna
Verð á uppsetningu glerja eru ávallt miðuð við dagvinnutíma, að aðgengi sé gott á verkstað og hægt sé að fá örugga festu fyrir þau kerfi sem á að setja upp. Vinnutími reiknast frá þeim tíma sem starfsmenn Kamba Byggingavara ehf. leggja af stað frá starfstöð fyrirtækisins í Kópavogi. Gengið er út frá því að hægt sé að bora í gólf eftir þörfum og að gólf, loft og veggir séu bein, lóðrétt og lárétt og hæf til uppsetningar. Ef gera þarf sérstakar ráðstafanir til að framkvæma uppsetningu, greiðist sú aukavinna sérstaklega. Einnig greiðist kostnaður sérstaklega vegna tækjaleigu eins og krana, lyftuvinnu og vinnupalla ásamt aukavinnu vegna glerburðar, t.d. upp hæðir í byggingum. Ef gleruppsetning / ísetning er unnin af starfsmönnum Kamba Byggingarvara ehf. er glerið í ábyrgð á meðan verkið er unnið. Húseigendur bera alltaf ábyrgð á að tilkynna og sýna uppsetningamönnum Kamba Byggingavara ehf. hvar lagnir, t.d. vatns og rafmagnslagir, liggja í gólfum og veggjum
Gildistími sölutilboða
Almenn sölutilboð gilda í 20 daga frá dagsetningu tilboðs nema annað sé tekið fram
Verðbreytingar
Ef mismunur er á tilteknu tilboðsmagni og afgreiddu magni, ræður einingarverð tilboðs. Kambar Byggingavörur ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga ef forsendur verkefna breytast. Endurskoða samningsverð árlega og breyta í samræmi við byggingarvísitölu, gengi gjaldmiðla og almenna verðlagsþróun
Ofangreindir skilmálar gilda ávallt, nema um annað sé samið á skriflegan hátt
Nýjasta útgáfa upplýsinga á vef Kamba Byggingavara ehf. gildir hverju sinni og falla eldri útgáfur úr gildi sjálfkrafa