GLER
Allt samsett gler sem Kambar selur með gasfyllingu á milli glerskífa
Það gas sem algengast er að nota er Argon. Gasfylling eykur einangrunargildi venjulegs verksmiðjuglers frá okkur um allt að 20%
Gott einangrunargler lækkar hitakostnað og eykur þægindi íbúa innandyra
Best er að U-gildið – W/m2 K – sé sem lægst því það segir til um orkutapið út um einn fermetra einangrunarglers
Við bjóðum upp á allar helstu lausnir sem snúa að gleri og glerlausnum
FLOTGLER
Grunneiginleikar flotglers eru gegnsæi, harka, stöðugleiki og vörn
Stöðug tækniþróun hefur gert gler að fjölhæfu og mikilvægu byggingarefni
MARGVÍSLEGT NOTAGILDI
Flotgler hefur margvíslegt notagildi og er notað bæði innanhúss og utan í heimahúsum, á skrifstofum, í verslunum, á hótelum, á veitingastöðum o.fl
ÝMSIR MÖGULEIKAR & ÚTFÆRSLUR
Flotgler getur verið glært gegnsætt, litað, hálfgegnsætt eða ógegnsætt
Flotgler getur að auki afmarkað rými, opnað þau og stækkað – sem hefur ákveðinn léttleika og sérstaka tilfinningu í umgengni
Flotgler er notað sem glerhurðir, glersturtuklefar, glerskilveggir, glerhandrið, glergólf, glerþrep, glerhillur, listaverk o.fl.