GRÓÐURHÚS

HÁGÆÐA GRÓÐURHÚS

Hjá Kömbum smíðum við hágæða gróðurhús í samræmi við þínar óskir. Gróðurhúsin koma í nokkrum einingum sem auðvelt er að setja saman. Hægt er að fá gróðurhús í úrvali í nokkrum stærðum og með mismunandi möguleikum

Gróðurhús er frábær viðbót við garðinn, hvort sem um er að ræða kalt gróðurhús eða upphitað. Gróðurhús í garðinum lengir sumarið í báða enda og eykur möguleika á ræktun, en þeir möguleikar stjórnast af því hvort húsið er upphitað eða ekki

ÝMSIR UPPHITUNARMÖGULEIKAR

  • Kalt gróðurhús (hitastig stjórnast af veðurfari)
  • Svalt gróðurhús (hitalögn nær að halda frostlausu yfir veturinn)
  • Heitt gróðurhús (10°C lofthiti allt árið og stöðugur, einangraður jarðvegshiti)

Því er fyrsta skrefið að ákveða hvers konar gróðurhúsið á að reisa, þar sem það hefur áhrif á lagnir og sökkul hússins. Einnig þarf gólfið að vera sterkt, steypt eða hellulagt og mælt er með niðurfalli á hverja 10 m2 í gróðurhúsi. Til þess að viðhalda góðum loftraka getur verið nauðsynlegt að bleyta allt gólfið og vatnið þarf að eiga greiða leið í burtu

GRÓÐURHÚSIN FRÁ KÖMBUM HAFA REYNST VEL VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

  • Neðst í þaki er loftræsting sem einnig er rakalosun fyrir þakgler
  • Stórt opnanlegt fag á bakhlið, með járnum til að stilla loftun
  • Auðvelt í samsetningu, forborað

ÞJÓNUSTA

Hafðu samband við sölumenn okkar til að fara yfir þá möguleika sem við höfum upp á að bjóða þegar kemur að gróðurhúsum. Reyndir sölumenn okkar leiðbeina þér í ferlinu og taka vel á móti þér með þínar óskir og þarfir

STÆRÐIR


Gróðurhúsin eru fáanleg í fjórum mismunandi stærðum: 

  • 6,3 m2 gróðurhús
  • 9,0 m2 gróðurhús 
  • 11,7 m2 gróðurhús 
  • 14,5 m2 gróðurhús 

Hafið samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar

SKILALÝSINGAR OG SAMSETNING